06.05.1980
Sameinað þing: 52. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2344 í B-deild Alþingistíðinda. (2237)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Jón Helgason):

Borist hefur svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík 5. maí 1980.

Ólafur Jóhannesson, 5. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sinnt þingstörfum um sinn leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Reykjavík, Haraldur Ólafsson lektor, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Helgi Seljan,

forseti Ed.

Þar sem Haraldur Ólafsson hefur ekki átt sæti á Alþingi fyrr á þessu kjörtímabili þarf að fara fram rannsókn á kjörbréfi hans. Vil ég biðja kjörbréfanefnd að taka það til athugunar. Verður gefið fundarhlé í 5 mínútur á meðan. — [Fundarhlé]