06.05.1980
Sameinað þing: 53. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2428 í B-deild Alþingistíðinda. (2274)

234. mál, fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1980

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að svara fyrir hæstv. forsrh. En vegna þess sem hv. þm. Þorv. Garðar Kristjánsson sagði hér rétt í lokin varðandi vegáætlunina, þá hefur samkv. skýringum hæstv. forsrh. verið staðið við þetta líka, því að samkvæmt orðalagi hans áðan er ætlun ríkisstj. að standa við stjórnarsáttmálann „um það bil“ — þetta eins og annað — þannig að það verði 5–10% frávik frá því sem þar er sagt. Ég ímynda mér að í sambandi við vegáætlunina sé frávikið „um það bil“. Þannig held ég að það, sem hæstv. ríkisstj. kemur til með að hafa á prjónunum, verði allt „um það bil“ og samkv. skýringum hæstv. forsrh. verði frávikið 5–10%. Honum finnst það ekki mikið.