07.05.1980
Efri deild: 77. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2438 í B-deild Alþingistíðinda. (2292)

110. mál, lögskráning sjómanna

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Samgn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum um lögskráningu sjómanna, 110 mál. Frv. þetta fjallar um það, að reynist útgerðarfyrirtæki ekki fært um greiðslu bóta vegna slysa, sem ekki hafi verið séð um tryggingu fyrir, beri ríkissjóður fulla ábyrgð á greiðslu þeirra. Í grg. frv. er fjallað um ástæður fyrir þessu, að vegna slíkra atvika hafa menn orðið fyrir dýrkeyptri reynslu þar sem einstaklingur hefur farið mjög illa út úr vanrækslu annarra.

N. er sammála um að mæla með samþykkt þessa frv. eins og það kom frá Nd., en fjarverandi við afgreiðslu málsins var Stefán Jónsson.