09.05.1980
Efri deild: 80. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2532 í B-deild Alþingistíðinda. (2426)

133. mál, skipulag ferðamála

Frsm. Jón Helgason):

Herra forseti. Samgn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum um skipulag ferðamála, en efni þess er á þá leið, að Stéttarsamband bænda tilnefni einn fulltrúa í Ferðamálaráð til viðbótar þeim sem þar sitja fyrir. Þetta frv. var sent til umsagnar og þær bárust frá Ferðamálaráði og samgrn. Þar er lagt til að þetta frv. verði samþ. Ferðamálaráð tekur sérstaklega fram að það telji æskilegt að fá fulltrúa frá slíkum heildarlandssamtökum sem Stéttarsamband bænda er inn í Ferðamálaráð.

Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru tveir nefndarmanna.