09.05.1980
Neðri deild: 72. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2533 í B-deild Alþingistíðinda. (2433)

166. mál, fjölbrautaskólar

Menntmrh. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. menntmn. fyrir skjóta afgreiðslu á þessu máli. Sú brtt., sem um er fjallað, er þess eðlis að ég get vel sætt mig við hana og legg til að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem menntmn. hefur orðið ásátt um að leggja til að gerð verði.

Ég vil einnig þakka hv. n. fyrir að hafa afgreitt jafnskjótlega það frv, sem hér var fyrr rætt, um grunnskóla, um þá breytingu að fresta gildistökuákvæði síðasta árs skólaskyldunnar. Og ég vænti þess og legg á það áherslu eins og í framsöguræðu minni, að þessi mál fái skjóta afgreiðslu í gegnum þingið.