09.05.1980
Neðri deild: 72. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2534 í B-deild Alþingistíðinda. (2436)

173. mál, eyðing refa og minka

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Á þskj. 437 er nál. frá landbn. um þetta mál. Nefndin varð sammála um að mæla með því að frv. yrði samþ. óbreytt, en hv. þm. Pétur Sigurðsson var fjarstaddur við afgreiðslu málsins.

Það kom fram í n., að eðlilegast væri í sambandi við að greiða þessi verðlaun til manna, að þau væru samþykkt af sveitarstjórnum eða veiðistjóra, en menn gætu ekki, hver og einn sem ynni slík dýr, krafist þessara verðlauna. En okkur kom saman um það í n., að þetta væri framkvæmdaratriði sem ekki væri hægt að setja í löggjöf. Ég ræddi þetta líka við veiðistjóra og mun greina hæstv. landbrh. frá því, hvað rætt hafi verið um þetta atriði í landbn.