09.05.1980
Neðri deild: 72. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2540 í B-deild Alþingistíðinda. (2454)

83. mál, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Frsm. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. Nd. hefur fjallað um frv. til l. um Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess eins og það kom frá Ed., að viðbættri svofelldri breytingu sem fram kemur á þskj. 457:

„Við 7. gr. Á eftir orðunum „starfsmanna sinna“ í 1. málsl. komi: og annarra sérfræðinga.“

Um er að ræða að stofnunin hafi einnig möguleika á að skipuleggja ferðir þeirra sérfræðinga sem hún þarf að kalla til hverju sinni. Ég hef haft samband við formann heilbr.- og trn. Ed. og forseta d. og tel að þessi litla brtt. þurfi ekki að tefja að málið fái afgreiðslu nú fyrir þingslit.