21.12.1979
Neðri deild: 11. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í B-deild Alþingistíðinda. (252)

4. mál, ferðagjaldeyrir

Frsm. meiri hl. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um álag á ferðagjaldeyri, 4. mál Ed. Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt, þ.e.a.s. fulltrúar Framsfl., Alþb. og Alþfl. í hv. n., en minni hl., fulltrúar Sjálfstfl. í hv. þn., leggur til að frv. verði fellt.

Hér er um að ræða 10% álag á ferðagjaldeyri sem lagt var á samkv. lögum um kjaramál, nr. 121/1978, en var tímabundið, náði aðeins til ársloka 1979. Í áætlunum er gert ráð fyrir, að ríkissjóður þurfi á þessum tekjum að halda fyrir næsta ár, og þess vegna hefur hæstv. ríkisstj. flutt það frv. sem hér liggur fyrir.

Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt.