14.05.1980
Efri deild: 87. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2617 í B-deild Alþingistíðinda. (2605)

120. mál, tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir

Frsm. (Karl Steinar Guðnason):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur á nokkrum fundum fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum um tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir, nr. 64/1971, og mælir n. með því að frv. verði samþ.

Við kölluðum allmarga á fund til okkar til að fá frekari fróðleik um frv. og þær breytingar sem eiga sér stað við samþykkt þess. Árangurinn af þeim viðræðum varð sá, að við ákváðum að leggja þetta til. Reyndar skrifar einn nm. undir frv. með fyrirvara. Í þessu frv. er gert ráð fyrir að tannsmíði verði iðngrein. Við töldum rétt að ræða við þá deiluaðila sem þar er um að ræða, tannlækna annars vegar og hins vegar tannsmiði. En þær deilur eru á þann veg, að tannlæknar vilja ógjarnan að tannsmiðir verði iðnaðarmenn og öðlist þá um leið rétt til að taka nema, en tannsmiðirnir sjálfir hafa sótt mjög á að losna undan því oki sem þeir telja sig vera undir hjá tannlæknum.

Ég held að það sé ástæðulaust að fara frekari orðum um þetta að sinni.