17.05.1980
Neðri deild: 79. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2799 í B-deild Alþingistíðinda. (2769)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Eins og hv. þdm. er ljóst bíða hér mörg mál afgreiðslu, og ég vil nú í allri vinsemd fara fram á það að njóta góðrar aðstoðar hv. þdm. svo að málin nái fram að ganga. Ég vek sérstaka athygli á tveimur málum, 3. dagskrármálinu, lánsfjárlögum, og eins lögum um jöfnun hitunarkostnaðar. Ég nefni þau sem dæmi um mál sem nauðsyn ber til að nái fullnaðarafgreiðslu í þessari hv. d. í dag. Mér er kunnugt um að ýmsir veigra sér mjög við að mæta til fundar í kvöld, en þó kann það að vera nauðsyn til þess að okkur skili nægjanlega fram í vinnu, þar sem við það er miðað að þinglausnir fari fram á þriðjudaginn kemur.