17.05.1980
Neðri deild: 79. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2800 í B-deild Alþingistíðinda. (2774)

53. mál, almenn hegningarlög

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 frá 1940, sbr. lög nr. 41 frá 1973 og lög nr. 24 frá 1976. Frv. þetta gerir ráð fyrir að við 6. gr. laganna verði bætt því nýmæli að gera háttsemi, sem greinir frá í 1. gr. Evrópusamnings frá 27. jan. 1977 um varnir gegn hryðjuverkum, refsiverða að íslenskum hegningarlögum. Þessi breyting er nauðsynleg til þess að hægt sé að staðfesta fyrir Íslands hönd þennan Evrópusamning um varnir gegn hryðjuverkum.

N. er sammála um að mæla með þessari breytingu á hinum almennu hegningarlögum.