08.01.1980
Sameinað þing: 7. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið á fund og kannað kjörbréf Sigurgeirs Bóassonar skrifstofustjóra í Bolungarvík, sem er 1. varaþm. Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, en þess er óskað að hann taki sæti á Alþingi nú í forföllum Ólafs Þ. Þórðarsonar, 5. þm. Vestf., sem getur ekki komið til þings vegna anna heima fyrir.

Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréfið og leggur einróma til að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.