19.05.1980
Sameinað þing: 61. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2837 í B-deild Alþingistíðinda. (2810)

200. mál, samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég vek athygli á því, að hér erum við að taka afstöðu til samkomulags, sem er niðurstaða af löngum undirbúningi og miklum viðræðum sem fram hafa farið. Ég tel það með eindæmum ósmekklegt, eins og Sjálfstfl. hefur gert, að halda við það tækifæri upp ásökunum á hendur öðrum um vilja- og áhugaleysi, ekki síst þegar þær ásakanir eiga ekki við rök að styðjast. Ég tel slíkan málflutning ekki auka virðingu eða reisn Sjálfstfl. og var þó ærin ástæða til þess að auka þar eitthvað við. Ég segi já.