19.05.1980
Efri deild: 96. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2846 í B-deild Alþingistíðinda. (2832)

115. mál, verðlag

Frsm. meiri hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Herra forseti. Það er aðeins ein setning. Við skulum segja það, að ég treysti þessum einstaklingum ágætlega, en ríkisstj. í heild treysti ég illa. En jafnvel þó ég treysti henni vel, þá verðum við að koma til liðs við hana vegna þess að það þarf lagabreytingu til að hún geti framkvæmt skynsamlega stefnu í þessu tilliti. Þess vegna ættum við að sameinast um það - og ég treysti því þá, að þegar hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert sér grein fyrir því, að ekki er nægilegt að vísa frv. til ríkisstj., heldur þurfi lagabreytingu, þá muni hann greiða atkv. með þessum breytingum.