19.05.1980
Efri deild: 97. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2851 í B-deild Alþingistíðinda. (2853)

8. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Í ríkisstj. Ólafs Jóhannessonar voru það Alþfl. og Alþb. sem áttu hugmyndina að því að skattleggja sérstaklega þá miklu fjárfestingu sem orðið hefur í skrifstofu- og verslunarhúsnæði á undanförnum ár um og áratugum. Það tókst að koma þessum skatti á fyrir góða samvinnu þessara flokka. Ég vona að hann megi lengi standa til vitnis um það, að þrátt fyrir ýmiss konar ágreining hafi þó Alþfl. og Alþb. tekist í sameiningu að gera þessa atlögu gegn verslunarauðvaldinu í landinu, og vonast til þess, að við getum áfram átt dyggilegt liðsinni Tómasar Árnasonar og annarra til að viðhalda þessum minnisvarða um einn sigurinn gegn verslunarauðvaldinu í landinu, og segi ég því já.