19.05.1980
Neðri deild: 80. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2853 í B-deild Alþingistíðinda. (2867)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Menn hafa komið að máli við mig og kvartað undan því að fundarhald væri strangt. Rétt er það, að fundarhöld hafa staðið lungann úr deginum og nú rétt í þessu var að ljúka eldhúsdagsumr. En að því er gætandi, að þeirri ætlan hefur enn ekki verið formlega breytt, að þinglausnir fari fram á morgun, og verði haldið fast við þá ákvörðun er nauðsynlegt að þau mál, 12 að tölu, en nú eftir 7 á dagskrá þessa fundar, nái afgreiðslu í hv. deild, — ef, eins og ég segi, við þau áform verður haldið.