19.05.1980
Neðri deild: 80. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2866 í B-deild Alþingistíðinda. (2874)

184. mál, Iðnrekstrarsjóður

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Eins og alkunnugt er var núv. ríkisstj. mynduð til þess að bjarga heiðri og sóma Alþingis að sögn sjálfs hæstv. forsrh. Eins og ljóst er nú og hefur verið á undanförnum dögum hefur þeim heiðri og sóma Alþingis verið rækilega bjargað. Störf Alþingis bera þess ljósan vott.

Ég hef aðeins eina spurningu að gera til forseta: Er það bráðnauðsynlegt, þó svo að landsstjórnin sé öll í skötulíki, að þá sé þingstjórnin það líka?