20.05.1980
Neðri deild: 81. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2916 í B-deild Alþingistíðinda. (2892)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil aðeins taka það fram, að miklar umr. fara nú fram um þinghaldið og það mun verða gefið hlé til þingflokksfunda að loknum umr. utan dagskrár, þar sem þingflokkar munu ræða sérstakt erindi hæstv. ríkisstj. það varðandi. Ég bendi á að fundir hafa verið haldnir í Sþ., m. a. í gærdag, tveir fundir meira að segja þannig að forsetar hafa kappkostað að greiða fyrir málum. Forsetar hafa sem mest að vinna þessa dagana og vilja gjarnan liðka fyrir að mál nái fram. Sagt hefur verið að erfitt sé að þjóna tveimur herrum, en hjá okkur forsetum færist skörin upp í bekkinn þegar þeir eru orðnir 57.

Gengið er til dagskrár, en ég mun koma á framfæri þessari málaleitan hv. 1. landsk. þm. hið fyrsta.