21.05.1980
Efri deild: 99. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2966 í B-deild Alþingistíðinda. (2929)

160. mál, jöfnun og lækkun hitunarkostnaðar

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Sú umr., sem fór fram hér fyrr í dag um staðfestingu brbl. um tímabundið vörugjald snertir ekki mjög það frv., en sjálfsagt er að halda þeirri umr. eitthvað áfram. Hins vegar er það frv., sem nú er hér til umfjöllunar, þess eðlis, að um það hefur verið allvíðtæk samstaða. Ég vil beina því til hv. þm. deildarinnar, ef ekki eru fleiri á mælendaskrá, hvort ekki væri hægt að vísa málinu til nefndar. (LJ: Ég er á mælendaskrá). Já (LJ: Það má tala nokkuð langt mál um það.) Nú, þá vildi ég óska eftir því, að forseti frestaði fundi í klukkutíma eða svo. (Gripið fram í.) Þingflokksfundir til 6, já, þannig að fundi verði frestað til 6. En ég vil eindregið mælast til þess, vegna þess að ég á að gegna formennsku í fjh.- og viðskn. til loka þingsins, að málið geti komið til nefndarinnar í dag, þannig að við höfum tíma til að athuga í fyrramálið þau atriði í nefndinni sem menn telja að þurfi að skoða eitthvað nánar. — (Fundarhlé.]