21.05.1980
Neðri deild: 83. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3010 í B-deild Alþingistíðinda. (2949)

180. mál, lánsfjárlög 1980

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Nú mun ég fljótlega fresta fundi til kl. 9 í kvöld. En ég hef fengið kröfu í hendur frá hv. 3. þm. Vestf., formanni þingflokks Alþfl., um að fundur standi ekki í kvöld milli kl. 22.20 og 23.00 vegna þess, eins og hann segir í bréfi sinu, að þá fari fram langt eldhúsviðtal við hæstv. forsrh., sem honum sé hin mesta nauðsyn á að hlýða á. Ég verð þannig við þessari kröfu að ég hef gert ráðstafanir til að sjónvarpstæki verði komið upp, hvort heldur verður í Kringlu eða kaffistofu, og vænti þess, að hv. þm. geti látið sér það nægja. — Fundi er frestað til kl. 9.00.