21.05.1980
Neðri deild: 83. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3044 í B-deild Alþingistíðinda. (2974)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég verð að segja, eins og vafalaust fleiri mundu segja í minn stað, að ég skil ekki þær athugasemdir sem hér hafa komið fram. Ég óskaði eftir því, að þeim brtt., sem ég bar fram við frv. til l. um lánsfjárlög, yrði frestað til 3. umr. vegna þess að það varð að samkomulagi milli mín og hv. formanns fjh.- og viðskn. Nd. að hann segði nokkur orð um þessar till. við 3. umr. Till. eru mjög auðskildar. Það hefur þegar verið gerð grein tyrir þeim. Það er ekki neinn ágreiningur um þær, held ég, hvorki innan stjórnar né milli stjórnar og stjórnarandstöðu, þannig að sú viðbára, sem hér er uppi höfð, er meira eða minna út í bláinn.

Hins vegar get ég auðvitað beðist afsökunar á því, eins og allir þm. ættu að gera þegar þeir eru fjarstaddir atkvgr., að ég misreiknaði stjórnarandstöðuna og var staddur í öðru húsi í grenndinni, þegar atkvgr. hófst hér, og missti því af byrjun þessarar atkvgr. Það eru vissulega þingglöp og ég biðst afsökunar á því, en að gera það að einhverju stórmáli hér, það mundi sæta tíðindum.