22.05.1980
Neðri deild: 84. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3047 í B-deild Alþingistíðinda. (2983)

180. mál, lánsfjárlög 1980

Frsm. 1. minni hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Vegna athugasemda hv. þm. Halldórs Blöndals mun vera ástæða til þess að lesa upp athugasemdir sem fylgdu þeim brtt. sem hér um ræðir frá fjmrh.

Athugasemdir varðandi brtt. um 10. gr. voru svo hljóðandi:

„Í skýrslu ríkisstj. um fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1979 er á bls. 23 í VI. kafla um erlend lán liðurinn „ýmislegt ófyrirséð“ 835 millj. kr. Af þessum lið eru 70 millj. kr. ætlaðar til undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi hf. Af þessari lántöku varð ekki á árinu 1979.

Í lögum nr. 20/1979, um heimild til lántöku, ábyrgðarheimildir og aðrar ráðstafanir vegna fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar 1979, var lántökuheimild til handa undirbúningsfélagi saltverksmiðju eigi þar tilgreind, þar eð talið var að ríkisábyrgðarákvæði 3. tölul. 4. gr. laga nr. 47/1976, um undirbúningsfélag saltverksmiðju á Reykjanesi, hefði ekki verið notað að fullu og nægði. Svo reyndist þó eigi og er því nauðsynlegt að fá lagaheimild fyrir ríkisábyrgð til þess að félagið geti tekið lán til greiðslu á skammtímaskuldum sem á félaginu hvíla.“

Skammtímalán, sem félagið neyddist til að taka, er að mestu leyti við Sparisjóðinn í Keflavík. Það mun hafa verið um 70 millj. kr., 20 millj. hjá Ríkisábyrgðasjóði og einhverjar upphæðir hjá Landsbanka Íslands.“

Um 12. gr. bárust okkur svo hljóðandi athugasemdir: „1 fyrri mgr. er 10. gr. bætt við upptalningu þá á greinum frv. sem 11. gr. þess tekur til. Í VIII. kafla fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar fyrir árið 1980 eru erlendar lántökur til nýrra iðnaðarverkefna áformaðar 250 millj. kr. ósundurliðað. Nú stendur yfir athugun á hagkvæmni þess að koma á fót saltverksmiðju, steinullarverksmiðju, stálbræðslu og sykurhreinsunarstöð og er fjárhæðin ætluð til þessara verkefna. Þykir því eðlilegt að fjmrh. sé heimilt, eftir nánari ákvörðun ríkisstj., að veita ríkisábyrgð til þessara verkefna“.

Þetta vildi ég upplýsa. Þetta skjal barst okkur, en að öðru leyti vísa ég í sambandi við mál þetta til þess sem ég áður sagði, er ég ræddi þessi mál fyrr í umr.