22.05.1980
Neðri deild: 85. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3052 í B-deild Alþingistíðinda. (2997)

Afgreiðsla þingmála

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég mótmæli því alfarið, ef það er meining hæstv. forseta að láta ekki ræða þetta mál hér á fundi nú, þegar fyrir liggur um það krafa frá tilteknum fjölda þm., en ætla sér að keyra hér í gegn öll þau mál sem hæstv. ríkisstj. leggur áherslu á. Ég trúi því ekki, að hæstv. forseti ætli að ganga þannig í lið með ríkisstjórnarliðinu um það að drepa hér á dreif málum, sem meirihluti hefur verið fyrir og hafa verið samþ., og ganga þannig í berhögg við meirihlutavilja hv. deildar. Ég mótmæli því, ef það er ætlunin. Ég skora á hæstv. forseta að taka þetta mál þá á dagskrá á öðrum fundi hér á eftir, þannig að við fáum að ræða málið. Ég geng út frá því sem gefnu, að nú loks þegar hæstv. fjmrh. er vaknaður, þá hafi honum ekki tekist að snúa þm. þannig að þeir haldi ekki við það sem hér var gert áðan, heldur greiði þeir atkv. gegn þessari till. hæstv. fjmrh.