22.05.1980
Neðri deild: 85. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3053 í B-deild Alþingistíðinda. (3002)

Afgreiðsla þingmála

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Út af fyrir sig er svo sem hægt að fallast á þá niðurstöðu hæstv. forseta að fresta frekari umr. um þessi bæði mál að lokinni framsöguræðu formælenda hv. þingnefndar hér á eftir, enda mun þá m. a. hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur væntanlega gefast tækifæri til þess að gera þeim, sem hafa áhuga á málefnum öryrkja og þroskaheftra í þjóðfélaginu, viðvart um það í tæka tíð fyrir þingfund á morgun, að þar standi til að fá þá breytingu, sem d. gerði hér á frv. n. áðan, fellda að tilhlutan fyrrv. formanns þingflokks Alþb., hæstv. fjmrh. Ragnars Arnalds, þannig að þetta fólk hafi tækifæri til þess að vera viðstatt hér á þinginu.