22.05.1980
Efri deild: 102. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3097 í B-deild Alþingistíðinda. (3066)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Helgi Seljan):

Ég vil aðeins geta þess, að samkomulag er um það milli þingflokka hér í hv. d. að koma lánsfjárlögum til n. þannig að við þurfum ekki að halda kvöldfund. Ég óska því eftir því við hv. þdm. að þeir verði mjög stuttorðir og gagnorðir og við gætum lokið þessum utandagskrárumr. upp úr hálfsjö ef mögulegt væri til þess að við kæmum lánsfjárlögum klakklaust til n. fyrir kl. hálfátta, en lengur tel ég varla unnt fyrir hv. þdm. að sitja.