28.05.1980
Efri deild: 103. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3141 í B-deild Alþingistíðinda. (3084)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Helgi Seljan):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 28. maí 1980.

Þar sem ég vegna sérstakra anna heima fyrir mun ekki geta sinnt þingstörfum um sinn leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Vesturlandskjördæmi, Jón Sveinsson lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Davíð Aðalsteinsson,

3. þm. Vesturl.

Til forseta Ed.

Jón Sveinsson hefur áður átt sæti á Alþingi og býð ég hann velkominn til starfa ásamt öðrum hv. þdm. eftir þetta hlé.