28.05.1980
Sameinað þing: 68. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3208 í B-deild Alþingistíðinda. (3157)

189. mál, gengismunarsjóður

Gengi íslenskrar krónu var breytt 1. september 1978 og það lækkað um 15%. Í framhaldi af gengisbreytingunni voru sett brbl. nr. 95 5. september 1978, um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um breytingu á gengi íslenskrar krónu. Þau lög voru staðfest með nokkrum breytingum með lögum nr. 22 18. maí 1979. Í 1. mgr. 2. gr. segir:

„Þá er skilað er til banka gjaldeyri fyrir útfluttar sjávarafurðir framleiddar fyrir l. september 1978, skal hann greiddur útflytjanda á því kaupgengi, sem í gildi er, þegar skjölin eru afgreidd í banka við gjaldeyrisskil, að frádregnum 15% gengismun.“

Í 2. mgr. 2. gr. segir, að ríkisstjórnin kveði nánar á um til hvaða afurða ákvæði 1. mgr. skuli taka. Samkvæmt þessu ákvað ríkisstjórnin að undanþiggja vissar afurðir innheimtu samkvæmt 1. mgr. og var Seðlabankanum tilkynnt það með bréfi sjávarútvegsráðuneytisins, dags. 11. október 1978. (Birgðir af hörpudiski að hluta, birgðir af óverkuðum saltfiski að hluta, birgðir af ýsu- og ufsaskreið að hluta.) Þessi eftirgjöf hefur numið 416,3 m. kr. (sem dragast frá ráðstöfunarfé Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, 130.9 m. kr., og frá hagræðingarfé, 285.3 m. kr.). Þá segir í 3. mgr. 2. gr., að áður en fé þessu sé ráðstafað skuli greiða af því hækkanir á flutningskostnaði og öðrum sambærilegum kostnaði við útflutning þeirra vara, sem lögin taka til og framleiddar voru fyrir 1. september 1978, en fluttar út eftir þann tíma.

Í 4. mgr. 2. gr. segir að endurgreiða skuli ríkissjóði það, sem hann kunni að þurfa að greiða til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins vegna framleiðslu áranna 1977 og 1978. Loks segir í 2. mgr. 3. gr., að áður en fé kemur til skipta samkvæmt þeirri grein skuli greiða samanlagt 100 m. kr. til Lífeyrissjóðs sjómanna, orlofshúsa sjómannasamtakanna og til öryggismála sjómanna.

Gengismunarsjóður er í vörslu og ávöxtun hjá Seðlabanka Íslands, kallaður verðhækkanareikningur II 1978

Greiðslur þær, sem að framan er getið, eru þessar:

kr.

1.

Ríkissjóður v/Verðjöfnunarsjóðs fisk-

iðnaðarins (eingöngu v/freðfisks)

919 495 409

2.

Lífeyrissjóður sjómanna

75 000 000

3.

Orlofshús sjómannasamtakanna

15 000 000

4.

Rannsóknanefnd sjóslysa v/öryggi

mála sjómanna

10 000 000

1 019 495 409

Samkvæmt yfirliti Seðlabankans 29. febrúar 1980

eru tekjur gengismunarsjóðs (verðhækkanareikningur

II 1978) án vaxta að frádreginni þessari

upphæð svo og vegna hækkunar á flutningsgjöldum

o. þ. h.

kr.

6 525 760 803

Vextir pr. 31/12

kr.

1 221 099 259

kr.

7 746 860 062

Skipting án vaxta samkvæmt heimild í upphafi 2. mgr.

2. gr. laga nr. 2/1979 (óinnheimt/endurgreitt) og sam-

kvæmt 1. mgr. 3. gr. sömu laga:

m. kr.

1.

Óinnheimt/endurgreitt

416.3

2.

a-liður 3. gr., til Verðjöfnunarsjóðs

3 132.0

3.

b-liður 1. stafl. 3. gr., hagræðing í

fiskiðnaði

1 346.1

4.

b-liður 2. stafl. 3. gr., bætur til

eigenda fiskiskipa vegna gengistaps

vegna erlendra gengistryggðra lána

1 305.6

5.

b-liður 3. stafl. 3. gr., úreldingarstyrkir

326.3

m. kr.

6 525.9

Greiðslur pr. 29. janúar 1978.

m. kr.

1.

Óinnheimt/endurgreitt

416.3

2.

Verðjöfnunarsjóður

2 804.6

3.

Hagræðing í fiskiðnaði

1 303.5

4.

V/gengistaps

1250.0

5.

Úreldingarstyrkir

362.4

Úthlutun nefndar, sem úthlutaði úreldingarstyrkjum, nam alls ásamt kostnaði um 373.4 m. kr. og hefur það fé verið að mestu greitt. Nefndin hefur skilað ráðuneytinu frásögn af störfum sínum. Talsverðar greiðslur hafa verið inntar af hendi til annarra verkefna eftir 29. febrúar 1980. Von er á nýju yfirliti frá Seðlabankanum yfir stöðu verðhækkanareiknings II 1978 síðar í þessum mánuði.

Vextir, sem Seðlabankinn greiðir af verðhækkanareikningum, eru hinir sömu og af almennum sparisjóðsbókum.

Eins og sjá má hefur ekki að fullu verið lokið greiðslum af verðhækkanareikningi II 1978, enda hafa verið að skila sér í hann tekjur til skamms tíma, að vísu í smáum stíl á þessu ári. Jafnframt er vaxtauppgjöri enn ekki lokið og vextir hafa enn ekki verið reiknaðir lengra en til 31. desember 1978. Það getur enn liðið talsverður tími þar til þessi reikningur verður endanlega gerður upp og honum lokið, en reynt verður að hraða því svo sem við verður komið.

1. Skipun nefndarinnar og upphaf starfs.

Með bráðabirgðalögum nr. 95 frá 5. september 1978, sbr. lög nr. 22 frá 18. maí 1979, var ákveðið að verja 5% af gengismun vegna gengisbreytingarinnar hinn 1. september 1978, samkvæmt nánari reglum, sem ákveðnar eru í lögunum, „til þess að greiða fyrir því, að útgerðaraðilar geti hætt útgerð úreltra fiskiskipa“.

Á grundvelli II. kafla reglugerðar nr. 335 frá 22. september 1978, sem sett var í tengslum við ofangreind lög, skipaði sjávarútvegsráðherra hinn 2. janúar 1979 6 manna nefnd til að annast úthlutun úreldingarstyrkjanna. Nefndina skipuðu:

Ágúst Einarsson, alþingismaður, formaður,

Guðjón Halldórsson, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs Íslands,

Ingólfur S. Ingólfsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands,

Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna,

Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Íslands,

Páll Sigurðsson, forstjóri Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum.

Nefndin kom saman til l. fundar hinn 15. janúar 1979. Nefndin samdi á þeim fundi auglýsingu, sem var birt í öllum dagblöðum, þar sem var auglýst eftir umsóknum um úreldingarstyrki. Umsóknirnar skyldu sendar sjávarútvegsráðuneytinu, sem síðan sendi þær til formanns nefndarinnar, sem síðan undirbjó 2. fund nefndarinnar, sem haldinn var 5. apríl.

Á þeim fundi hóf Ingimar Einarsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, störf sem starfsmaður nefndarinnar að ósk hennar.

Nefndin setti sér þær starfsreglur í samræmi við ofangreind lög og reglugerð og skipunarbréf sjávarútvegsráðherra, að kanna sem vandlegast fjárhagsstöðu útgerðarmanna, sem sóttu um til nefndarinnar.

Meginmarkmið nefndarinnar voru, að bátar yrðu teknir úr umferð, sem í fyrsta lagi þörfnuðust verulegra endurbóta, sem ekki væri hægt að telja þjóðhagslega hagkvæmar, og í öðru lagi að aðstoða útgerðarmenn við að hætta útgerð óhagkvæmra fiskiskipa, sem var þeim fjárhagslega ofviða, og í þriðja lagi að koma í veg fyrir að lagt yrði í fjárhagslega óhagkvæma fjárfestingu við að hefja á ný útgerð á bátum, sem höfðu ekki verið í útgerð í lengri eða skemmri tíma.

Skilyrði nefndarinnar var, að öllum þeim bátum, sem hlutu afgreiðslu, yrði eytt, og voru í þessum tilgangi í ýmsum tilvikum veittir eyðingarstyrkir.

Við úthlutun fjárhæða til einstakra umsækjenda var stefnt að því, að útgerðarmenn bæru ekki of þungan fjárhagslegan bagga við að hætta rekstri skipa sinna.

2. Ráðstöfunarfé.

Ráðstöfunarfé nefndarinnar nam um 326,0 milljónum króna. Féð var jafnóðum ávaxtað, er það barst inn í gengismunarsjóð, og nema vaxtatekjur um 45 til 50 m. kr. Þannig nam ráðstöfunarfé nefndarinnar varlega reiknað um 371 til 376 m. kr.

Þess ber að gæta, að nokkur óvissa ríkir enn um endanlega upphæð vaxtateknanna, en líklegt má telja, að þær verði nokkru meiri en spáð er hér að framan, samkvæmt þeim upplýsingum, sem nefndin hefur fengið hjá Seðlabanka Íslands.

Ekki þykir þó rétt að láta þessi óvissuatriði tefja fyrir því, að nefndin geri grein fyrir störfum sínum. Jafnframt gerir nefndin síðar í þessari skýrslu tillögur um ráðstöfun þess óverulega fjár, sem endanlega kann að vera afgangs, er öll kurl eru komin til grafar.

3. Ráðstöfun fjárins.

Nefndin hefur alls haldið 12 fundi, auk þess sem flestir umsækjendur hafa átt fjölda viðtala við formann og starfsmann og svo við einstaka nefndarmenn um umsóknir sínar.

Nefndin vann að því, að kröfuhafar gæfu eftir af kröfum sínum við úthlutun styrkja, og náðist verulegur árangur í því starfi nefndarinnar.

Nefndin kann opinberum sjóðum, svo sem Fiskveiðasjóði, Byggðasjóði, Styrktar- og lánasjóði, svo og bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum hinar bestu þakkir fyrir mikla lipurð við að leysa oft og tíðum mjög erfið fjárhagsleg vandamál.

Nefndin hefur unnið mjög náið með Aldurslagasjóði við úthlutun styrkja og vill nefndin koma þakklæti á framfæri við starfsmenn og stjórn Aldurslagasjóðs.

Nefndinni bárust 38 formlegar umsóknir. 10 umsóknum var ýmist synjað eða umsækjendur töldu veitta styrki ófullnægjandi eða þá að bætur úr Aldurslagasjóði nægðu til að leysa vanda viðkomandi aðila.

Nefndin úthlutaði styrkjum vegna 27 báta, sem samtals voru 1 422 brúttórúmlestir að stærð, alls að upphæð 371 348 583 kr. Að meðaltali eru þetta um 13 m. kr. á bát, en bátarnir voru mjög misstórir.

Að meðaltali var veitt um 260 000 kr. á hverja smálest, en það var einnig mjög mismunandi eftir bátum. Útlagður kostnaður vegna nefndarstarfa, þ. e. vegna auglýsinga, nefndar- og starfslauna voru kr. 2 009 360. Í eftirfarandi yfirliti kemur fram, hvernig styrkveitingar skiptast á einstaka báta.

Nafn skips

Stærð

Styrkur kr.

Eyðing kr.

1.

Suðurey NK-37

83

14 092 657

2.

Búi AK-122

8

4 029 937

(300 000)

3.

Burstafell VE-35

48

25 533 850

(815 320)

4.

Þristur ÍS-168

15

176 179

5.

Hafdís ÍS-71

10

784 643

6.

Svartfugl GK-200

42

11 150 440

(1 000 000)

7.

Völsungur GK-363

52

11 805 955

8.

Hrímnir ÍS-140

26

4 000 000

9.

Lundey RE-381

75

13 500 000

(1 500 000)

10.

Steinunn RE-32

144

35 000 000

2 000 000

1 I.

Björgvin VE-72

39

23 000 000

12.

Guðm. Þórðars. RE-70

161

11 000 000

13.

Guðmar RE-43

64

14 000 000

14.

Alda SH-2

14

4 082 388

400 000

15.

Vallanes GK-29

52

10 226 430

16.

Reynir VE-120

45

18 26U 000

(260 000)*)

17.

Gunnar Ingi GK-250

20

4 766 789

500 000*)

18.

Símon GK-350

141

35 000 000

19.

Illugi ex Andv. V E-101

50

7 000 000

20.

Trausti ÁR-71

52

14 604 832

(1 000 000)

21.

Muggur BA-611

11

5 121 815

22.

Sunna SU-222 ,

47

28 000 000

23.

Oddur BA-41

11

1 200 000

24.

Bugur VE-111

65

23 000 000

25.

Jódís GK-138

15

4 000 000

Nafn skips

Stærð

Styrkur kr.

Eyðing kr.

26.

Faldur VE-138

46

16 112 668

27.

Elliðaey VE-45

86

29 000 000

1422

368 448 583

2 900 000

Ógr. eyðingarstyrkir

2 900 000

Augl., nefndar- og

starfslaun

2 009 360

373 357 943

*) smábreyting til lækkunar.

4. Framtíðarhorfur.

Nefndin er sammála um nauðsyn þess starfs, sem hún hefur unnið, og telur mjög brýnt, að haldið verði áfram á sömu braut.

Mikill skilningur og stuðningur hefur verið við starfsemi nefndarinnar af hálfu hagsmunaaðila í sjávarútvegi, bæði af samtökum, einstaklingum, opinberum sjóðum, bönkum og ráðuneyti.

Nefndinni er kunnugt um, að þörf væri á að veita áfram styrki til aðila, sem vilja hætta útgerð. Má í því sambandi benda á, að nokkrar umsóknir liggja fyrir nefndinni, sem ekki er hægt að afgreiða, vegna þess að fjármagn nefndarinnar er þrotið.

Nú nýverið voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum, þar sem markaður er tekjustofn til úreldingarstyrkja.

Þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins væntir nefndin þess, að starf úreldingardeildar við Samábyrgð Íslands á fiskiskipum renni í svipaðan farveg og starf þessarar nefndar hefur verið.

Nefndin leggur til, að það fjármagn, sem eftir kann að verða af ráðstöfunarfé nefndarinnar, er endanlegur vaxtaútreikningur liggur fyrir, renni til úreldingarsjóðs hjá Samábyrgð Íslands á fiskiskipum.

5. Lokaorð.

Nefndin vill að lokum í skýrslu þessari endurtaka þakkir sínar til hinna fjölmörgu aðila, sem hún hefur leitað til.

Nefndin þakkar starfsmanni nefndarinnar, Ingimar Einarssyni, deildarstjóra, sérstaklega fyrir mjög vel unnin störf í þágu nefndarinnar og hefði árangur orðið svipur hjá sjón, ef starf Ingimars hefði eigi verið svo mikið og árangursríkt.

Reykjavík, 4. fébrúar 1980.

Ágúst Einarsson, form.

Guðjón Halldórsson.

Ingólfur Sig. Ingólfsson.

Kristján Ragnarsson.

Óskar Vigfússon.

Páll Sigurðsson.