29.05.1980
Neðri deild: 91. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3223 í B-deild Alþingistíðinda. (3183)

17. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég tel á þessu frv. marga geigvænlega vankanta og til hins verra frá gildandi lögum, þó að ég viðurkenni fúslega að einnig fela nokkur ákvæði þessa frv. í sér bætur frá gildandi lögum. Ég tel að það hefði verið eðlilegra að reyna að freista þess að ná betri samstöðu um að afgreiða þetta mál á komandi haustþingi og að þá hefði legið fyrir upplýsingar um fjármögnun sem hér vantar. Ég er algjörlega á móti því að setja ný lög þar sem vantar fjármögnunarstefnu, eins og í þessu frv. Þess vegna get ég ekki stutt frv. og segi nei.