29.05.1980
Neðri deild: 91. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3230 í B-deild Alþingistíðinda. (3196)

196. mál, tollskrá

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Ég skal ekki koma í veg fyrir að menn fái eitthvað gott að borða á eftir. En vegna orða hv. þm. Matthíasar Á. Mathiesens, sem sagði áðan að misræmis hefði gætt í orðum mínum og orðum hæstv. forsrh., vil ég láta koma skýrt fram að þessi fullyrðing var bersýnilega á misskilningi byggð.

Ég sagði áðan og upplýsti að ég minntist þess ekki að þetta mál hefði borið á góma í tíð ríkisstj. Ólafs Jóhannessonar, hvorki í ríkisstj. sjálfri né í viðræðum milli einstakra ráðh. Hins vegar hefur þetta mál komið til tals milli ráðh. í núv. stjórn. Ég held að misskilningur hv. þm. hafi verið sá, að hann hafi ruglað saman tvennum stjórnum.

Ég vildi láta þetta koma skýrt fram því að ég tel ekki að það hafi verið neinn munur á þeim upplýsingum sem við hæstv. forsrh. gáfum.