29.05.1980
Neðri deild: 91. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3231 í B-deild Alþingistíðinda. (3199)

Starfslok neðri deildar

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka hæstv. forseta góðar óskir í okkar garð. Ég þakka honum fyrir sérstaklega skemmtilega og glaðværa og meira að segja réttláta fundarstjórn í vetur. Starf hans sem forseta deildarinnar og jafnframt sem stjórnarandstöðuþingmanns hefur ekki alltaf verið auðvelt. En sem stuðningsmaður ríkisstj. sé ég ástæðu til að færa honum sérstakar þakkir fyrir lipurð lagni og samviskusemi við þessar óvenjulegu aðstæður. Ég vil enn fremur fyrir hönd okkar þdm. þakka skrifstofustjóra og starfsmönnum Alþingis öllum sérstaklega fyrir vel unnin störf í okkar þágu. Ég vona, að þetta sumar verði hæstv. forseta og fjölskyldu hans gleðilegt, og ég vona, að þm. árétti þá ósk mína með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]