29.05.1980
Sameinað þing: 69. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3232 í B-deild Alþingistíðinda. (3203)

59. mál, flugsamgöngur við Vestfirði

Páll Pétursson:

Herra forseti. Allshn. hafði til meðferðar till. um úrbætur á flugsamgöngum við Vestfirði. Hún varð sammála um að mæla með samþykkt hennar með svofelldri breytingu: „Orðin í síðustu mgr. till.“ og skulu niðurstöður liggja fyrir það tímanlega að hægt verði að gera ráð fyrir fjárveitingum til framkvæmda á fjárlögum 1981“ falli niður.“

Fjarverandi þessa afgreiðslu var hv. þm. Halldór Blöndal. Aðrir nm. skrifuðu undir.

Við öfluðum okkur umsagna og sýnist að sumt af þessu, sem getið er um í till., sé nú komið nokkuð í gang, en allt um það sé heppilegt að samþykkja tillöguna.