29.05.1980
Sameinað þing: 69. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3235 í B-deild Alþingistíðinda. (3211)

Kosning sjö manna og jafnmargra vara í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil aðeins segja það, að mér finnst afskaplega óviðkunnanlegt á þeim degi sem þinglausnir fara fram að vikið sé persónulega að einstökum mönnum, eins og hv. 11. þm. Reykv. gerði áðan með alls konar brigslyrðum, og vil lýsa vanþóknun minni yfir því, þó svo með þessu sé verið að reyna að draga fjöður yfir það og reyna að drepa á dreif því sem er aðalatriðið í þessu máli, að í þessu þinghaldi hefur ekki staðíð nokkur skapaður hlutur. Það er ekki nema rétt eins og einn klukkutími síðan þessi kosning átti að fara fram kl. 4, en fer núna fram hálfum öðrum tíma fyrr, og ef maður reyndi að kynna sér málið fyrir hádegi átti kosning að fara fram kl. 2.

Ég stend upp aðeins til þess að undirstrika það, sem hv. síðasti ræðumaður sagði og aðrir sem hér hafa staðið upp, að mér finnst það lágmark að persónum þeirra manna, sem hér eru í kjöri í nefndir, sé haldið utan við þær umr. sem hér fara fram.