29.05.1980
Sameinað þing: 69. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3239 í B-deild Alþingistíðinda. (3222)

206. mál, mál Skúla Pálssonar á Laxalóni

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Fjvn. hefur fjallað um þá till. til þál. sem er að finna á þskj. 566 um mál Skúla Pálssonar á Laxalóni. Nefndin er þeirrar skoðunar, að það sé mikilsvert að þessu viðkvæma deilumáli verði lokið sem fyrst, slíkt hljóti að vera hagur allra þeirra sem málið snertir. Því leggur n. til að þáltill. verði samþ, með breytingum sem hún flytur till. um á sérstöku þskj., 645, sem hljóðar þannig, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að meta fyrir 1. okt. 1980, hvort og þá hversu miklar bætur skuli greiða Skúla Pálssyni á Laxalóni í framhaldi af ályktun Alþingis 23. maí 1979 um aðgerðir vegna fiskeldis að Laxalóni og með hliðsjón af áliti þingkjörinnar nefndar frá 30. apríl 1980.“

Í umfjöllun fjvn. um þetta mál kom það fram, að meiri hl. n. telur eina þeirra leiða, sem til greina koma við það mat sem um er fjallað í till., vera að skipa gerðardóm. Um það varð þó ekki alger samstaða í n., en n. lítur svo á að sú leið geti einnig falist í þeirri till. sem ég hef þegar gert grein fyrir. Nm. eru sammála um að við það mat, sem hér um ræðir, hljóti að verða tekið tillit til sjónarmiða beggja deiluaðila til að finna sem allra fyrst og eigi siðar en 1. okt. n, k. sanngjarna lausn þessa deilumáls sem svo lengi hefur verið í deiglunni. — Undir þetta nál. rita nöfn sin allir nm. í fjvn.