14.01.1980
Sameinað þing: 10. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (358)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf Boga Sigurbjörnssonar skattendurskoðanda á Siglufirði, en hann er 1. varaþm. Framsfl. í Norðurlandskjördæmi vestra.

Eins og fram kom í bréfi, sem rétt áðan var lesið af forsetastóli, óskar Ingólfur Guðnason, 5. þm. Norðurl. v., eftir því, að Bogi Sigurbjörnsson taki sæti sitt á Alþingi fyrst um sinn, þar sem hann getur ekki sótt þingfundi vegna sérstakra anna.

Kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neitt athugavert við kjörbréf Boga Sigurbjörnssonar og leggur einróma til að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.