15.01.1980
Sameinað þing: 11. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (383)

212. mál, beinar greiðslur til bænda

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Undir ummælum hv. fyrirspyrjanda, síðasta ræðumanns, að því er snertir bankastjórn Búnaðarbankans get ég ekki setið og þessu orðbragði. Ég verð a.m.k. að leyfa mér að skjóta skildi yfir ágætan flokksbróður okkar hv. síðasta ræðumanns, Magnús Jónsson bankastjóra, þó að ég hafi ekki fylgst nákvæmlega með þessum málum. Ég ætla honum það ekki, og sennilega enginn sem hann þekkir, að hann skrifi undir einhvern pistil, sem honum er fenginn til undirskriftar, án þess að lesa hann. — Þetta vil ég leiðrétta og mótmæla því skýrt og eindregið. En að öðru leyti ætla ég ekki að ræða málið efnislega á þessari stundu.