17.12.1979
Neðri deild: 3. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (50)

9. mál, olíugjald til fiskiskipa

Sjútvrh. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Ég er í sjálfu sér ekki tilbúinn með svar við þessari fyrirspurn frá hv. 1. þm. Vestf., en upplýsi að málið var unnið þannig að ákveðin var heildarupphæð, sem ríkisstj. samþykkti að til þessara hluta skyldi varið, og síðan var það yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins sem gekk frá tillögum um hvernig þessum verðuppbótum yrði skipt. En sjálfsagt er að afla upplýsinga um þetta mál og þær geta þá legið fyrir í nefnd.

Ég vil svo leggja til að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og til sjútvn.