23.01.1980
Neðri deild: 23. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (554)

67. mál, búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum

Félmrh. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Að tilhlutan félmrn. hefur verið útbúið frv. það til l. um búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum sem lagt hefur verið fram í þessari hv. d. sem 67. mál á þskj. 102. Um frv. þetta get ég verið stuttorður. Eins og segir í aths. við frv. þykir rétt, þegar svo háttar til í sveitarfélagi að engar jarðir eru í ábúð, en allt búfjárhald er á vegum íbía í kauptúni, að ráðh. verði veitt heimild til að samþykkja reglugerð um búfjárhald í sveitarfélagi, ef sveitarstjórn telur nauðsyn bera til að setja slíka reglugerð, þótt íbúar þess séu færri en 1000 að tölu, en við þá tölu er miðað í gildandi lögum. M.ö.o.: það er verið að veita kauptúnum með færri íbúa en 1000 sömu réttindi og sömu skyldur í þessum efnum og fjölbýlli stöðum.

Herra forseti. Ég leyfi mér að leggja til að frv. þessu verði að lokinni þessari umr. vísað til félmn. þessarar hv. d. og til 2. umr.