24.01.1980
Sameinað þing: 16. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 533 í B-deild Alþingistíðinda. (585)

219. mál, hagræðingarlán til iðnaðar

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég skal ekki vera langorður.

Mér þykir ágætt að hv, þm. Ólafur Jóhannesson hefur leitt mig í allan sannleika. Hann gerði það forðum þegar hann kenndi mér lög í Háskólanum. Ég sagði áðan að ef viðurlagabálkur væri í lögunum, sem aðalhöfundur laganna sá fyrir að þýddi ekki að hafa í þeim, gæti svo farið að menn yrðu að sæta einhverri refsingu. En sá bálkur er ekki til í lögunum og þess vegna er ekki um slíkt að ræða.

Ég skal viðurkenna fúslega að sumt í þessum lögum hefur verið framkvæmt. Lögin eru nánast lögbinding á samningum fyrrv. stjórnarflokka um hvert átti að stefna. Það er ekki venjulegt að setja slíkt stefnuatriði í löggjöf, held ég., en það var gert að þessu sinni og voru ærnar ástæður til, en dugði þó ekki lengi því að einn flokkurinn klauf sig út úr því lögbundna stjórnarsamstarfi.

Að lokum þetta: Ef prósentur eru aðeins tölur til að skrifa á blað, en ekki til að fylgja ef þær eru settar í lög, er ég hræddur um að ýmsir líti björtum augum til framtíðarinnar, ekki síst ef við lesum áfengislöggjöfina með þessum hætti því að þá mega allir drekka bjór á Íslandi.