04.02.1980
Efri deild: 31. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 653 í B-deild Alþingistíðinda. (736)

78. mál, kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Á þskj. 135 kemur fram að fjh.- og viðskn. hefur rætt þetta mál og leggur til að frv. verði samþykkt, en þrír nm. voru fjarverandi afgreiðslu málsins. Sú skoðun var ríkjandi í n., að fylgja ætti þeirri grundvallarreglu að Alþingi annaðist sjálft mál af þessu lagi í því skyni að styrkja og efla sjálfstæði þess sem stofnunar, en ekki væri farið með þessa kjarasamninga eins og samninga annarra opinberra starfsmanna. Í trausti þess, að samþykkt þessa frv. verði til að greiða fyrir samningum í þessari stofnun víð hið ágæta starfsfólk sem hér starfar, leggur n. til að þetta frv. verði samþykkt.