07.02.1980
Sameinað þing: 22. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (786)

1. mál, fjárlög 1980

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Fjárlagafrv. það, sem hér er til umr., er frv. flutt og samið af hæstv. fjmrh. um það leyti er hæstv. ríkisstj. sagði af sér. Frv. ber vott þess sjónarspils, sem hæstv. fjmrh. hefur iðkað í ráðherratíð sinni, með öllu óraunhæft og þannig samið að hluti slagorða kosningabaráttu Alþfl. 1978 og 1979 birtist í þskj. Þannig er reynt í frv. að breiða yfir misræmið milli orða og athafna Alþfl.-ráðh. og þm. frá 1978 í ríkisstj. svo og hér á Alþingi.

Vegna þess óvenjulega ástands, sem nú er á Alþ., sjá sjálfstæðismenn ekki ástæðu til efnislegra umr. um fjárlagafrv., enda ekki líklegt að það þjónaði nokkrum tilgangi, en vildu ekki láta hjá líða að vekja athygli á áðurgreindum atriðum.