12.12.1979
Sameinað þing: 1. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. 3. kjördeildar (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. 3. kjördeild hefur komið saman og yfirfarið kjörbréf 2. kjördeildar og var sammála um að leggja til að kjörbréf þm. verði samþykkt og kosningin tekin gild. Það var aðeins ein aths. sem þurfti að gera við eitt kjörbréf. Þar er um ritvillu að ræða að okkar mati, að Stefán Jónsson er úrskurðaður hafa hlotið kjör sem 4. þm. Norðurl. e. af D-lista Alþb. Kjördeildin var sammála um að leggja til að þessi villa verði leiðrétt. En kjörbréf þm. eru:

1. Kjörbréf Birgis Ísl. Gunnarssonar, Reykjavík, 6. þm. Reykv.

2. Kjörbréf Davíðs Aðalsteinssonar, Arnbjargarlæk, 3. þm. Vesturl.

3. Kjörbréf Garðars Sigurðssonar, Vestmannaeyjum, 4. þm. Suðurl.

4. Kjörbréf Guðmundar Bjarnasonar, Keflavík, 5. þm. Norðurl. e.

5. Kjörbréf Guðmundar G. Þórarinssonar, Reykjavík, 12. þm. Reykv.

6. Kjörbréf Halldór Blöndals, Reykjavík, 7. landsk. þm.

7. Kjörbréf Helga Seljans, Reyðarfirði, 2. þm. Austurl.

8. Kjörbréf Jóhanns Einvarðssonar, Keflavík, 5. þm. Reykn.

9. Kjörbréf Jóhönnu Sigurðardóttur, Reykjavík, 10. landsk. þm.

10. Kjörbréf Jóns Helgasonar, Seglbúðum, 3. þm. Suðurl.

11. Kjörbréf Jósefs H. Þorgeirssonar, Akranesi, 2. landsk. þm.

12. Kjörbréf Karls Steinars Guðnasonar, Keflavík, 3. landsk. þm.

13. Kjörbréf Matthíasar Bjarnasonar, Ísafirði, 1. þm. Vestf.

14. Kjörbréf Ólafs G. Einarssonar, Garðabæ, 3. þm. Reykn.

15. Kjörbréf Ólafs Jóhannessonar, Reykjavík, 5. þm. Reykv.

16. Kjörbréf Ólafs Þ. Þórðarsonar, Reykholti, 5. þm. Vestf.

17. Kjörbréf Skúla Alexanderssonar, Hellissandi, 4. þm. Vesturl.

18. Kjörbréf Stefáns Jónssonar, Akureyri, 4. þm. Norðurl. e.

19. Kjörbréf Steinþórs Gestssonar, Hæli, Gnúpverjahr., 2. þm. Suðurl.

20. Kjörbréf Tómasar Árnasonar, Kópavogi, 1. þm. Austurl.