13.02.1980
Neðri deild: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 778 í B-deild Alþingistíðinda. (853)

107. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það eru bara nokkur orð.

Enda þótt að ekki sé fyllilega ljóst hvers konar heimild er verið að veita hæstv. fjmrh., fyrst og fremst vegna þess að honum er ekki fyllilega ljóst Sjálfum um hvað hann ætlar sér að biðja, ætla ég engu að síður að greiða þessu frv. atkv. í trausti þess að hann framfylgi þeirri greiðsluheimild, sem honum verður veitt, ekki verr en aðrir fjmrh. undir slíkum kringumstæðum.