18.02.1980
Neðri deild: 38. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 817 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

44. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Við höfum nú alllengi setið yfir tillögum um skattalög. Þau hafa verið sett í nefnd og aftur í nefnd og til ótal sérfræðinga leitað á því sviði.

Ég vil enga afstöðu taka efnislega til þessa máls sem hér er lagt fram, en ég tel algerlega fyrir neðan virðingu þingsins að afgreiða svona tillögur í skriflegu formi, þar sem þm. gefst ekki einu sinni kostur á að fá þær fyrir framan sig á borðið skriflegar eins og þær eru lagðar fram. Þá er verið að breyta Alþ. í skyndisamkomu, þar sem verið er að afgreiða eftir pöntunum í snarheitum einstök mál sem e.t.v. eru til vinsælda fyrir vissa aðila.