18.02.1980
Neðri deild: 38. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 819 í B-deild Alþingistíðinda. (892)

44. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Í umræðum um þá till., sem ég geri til breytinga á brtt. hv. fjh.- og viðskn. og ég hef lýst fyrr, kom fram sú athugasemd að menn hefðu heldur lítið ráðrúm fengið til að kynna sér efni till. Þar sem hæstv. fjmrh. hefur farið fram á að tillögur verði dregnar til baka vil ég fyrir mitt leyti stuðla að því, að þetta mál fái góða afgreiðslu, og vænti fulltingis hans og mun þess vegna draga brtt. mína til baka, en hún fjallar um námskostnað og skattfrádrátt vegna hans.