20.02.1980
Neðri deild: 39. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (963)

110. mál, lögskráning sjómanna

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil lýsa yfir stuðningi við þetta frv., en ég get ekki flokkað það undir félagsmálapakka eða neitt slíkt. Þarna er fyrst og fremst um það grundvallarréttaratriði að ræða, hvort stofnun beri ábyrgð á gerðum starfsmanna sinna, og mér finnst ákaflega hæpið ef ríkisvaldið hefur ekki uppi þá meginreglu að stofnanir beri ábyrgð á störfum sinna manna.