03.12.1980
Efri deild: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í B-deild Alþingistíðinda. (1005)

118. mál, Lífeyrissjóður barnakennara og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Lárus Jónsson:

Herra forseti. eins og fram kom í máli frsm. hv. fjh.- og viðskn. rituðum við Eyjólfur Konráð undir þetta nál. með fyrirvara. Ég vil taka það fram í sambandi við þann fyrirvara, að hann er ekki gerður vegna þess að við teljum að þetta mál sé á einn eða annan hátt óæskilegt. Þvert á móti teljum við að það sé spor í rétta átt í lífeyrismálum að sameina þessa tvo lífeyrissjóði. Við teljum einnig að annað frv., sem við rituðum undir með fyrirvara, um Lífeyrissjóð bænda, sé spor í rétta átt. Hins vegar liggur fyrir hv. deild frv. frá ýmsum sjálfstæðismönnum — ég var því miður fjarverandi þegar það var lagt fram þó að ég hefði gjarnan viljað vera flm. þess- um breytta stefnu í tifeyrismálum í heild, sem er mjög mikið nauðsynjamál. Við vildum þess vegna undirstrika þá skoðun okkar, að á þessum lífeyrismálum þurfi heildarendurskoðun. Því skrifum við með fyrirvara undir bæði þessi nál.