03.12.1980
Neðri deild: 24. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1088 í B-deild Alþingistíðinda. (1029)

Afgreiðsla máls úr nefnd

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég man eftir því, að hv. 3. þm. Austurl. hefur hraðað skattamálafrv. í gegnum fjh.- og viðskn. og ýmsum frv. sem snerta fjármál ríkisins. Ég hygg á hinn bóginn að þarna komi fram að hann var öndverður þessu máli í upphafi. Ég vil einnig að það komi fram, að síðast í morgun sat ég fund menntmn. beggja deilda þar sem um það var að ræða að koma frv., sem enn hefur ekki verið lagt fram á Alþingi í gegnum þingið á þessu ári. Það er þess vegna alger útúrsnúningur að halda því fram, að þrjár vikur séu ekki nægilegur tími til að skoða jafneinfalt mál og hér um ræðir.

Ég ítreka það sem ég sagði áðan: Hæstv. forsrh. hefur talað þannig, að ástæða er til að ætla að hann sé málinu fylgjandi. Þess vegna ríður á að málið nái fram að ganga sem fyrst, komist til þd., til þess að það verði afgreitt fyrir jól.