09.12.1980
Sameinað þing: 30. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1232 í B-deild Alþingistíðinda. (1150)

367. mál, Vestfjarðalæknishérað

Fyrirspyrjandi (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. heilbrrh. svar hans og þó sérstaklega þann hluta svarsins sem snerti fsp.

Ég nenni ekki að deila um hvort þessi lög séu nauðsynleg eða ekki. Það er staðreynd að ekki er farið eftir þeim í einu kjördæmi þessa lands. Og alvarlegast af þessu öllu saman er sú staðreynd, að það skuli ekki vera skipaður neinn tæknir við heilsugæslustöðina á Ísafirði, þar skuli aðeins vera um menn að ræða sem starfa þrjá mánuði eða sex. Það sér hver einasti maður að svona lagað getur ekki gengið. Höfuðástæðan er sú, að aðstaða öll er orðin svo léleg að hún laðar ekki nokkurn mann að til starfa.

Ég ber fulla virðingu fyrir þeirri byggingarnefnd sem er að starfa fyrir vestan og vinna að því að fjármagn komi í þessa byggingu. En hún er ekki virt svars. Bréfum hennar er ekki svarað hér syðra, m.a. bréfum sem hím hefur sent framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins.

Ég tel fulla nauðsyn á því, að það verði skipaður héraðslæknir fyrir Vestfirði. Verði það ekki gert mun ég bera fram tillögu um breytingu á þessum lögum þar sem öðrum aðilum sé ætlað að fylgja eftir þeim þrýstingi sem þarf til þess að menn telji Vestfirði með, ekki aðeins þegar skattheimta fer fram, heldur einnig þegar útdeilt er fjármunum til félagslegs réttlætis eins og til heilbrigðismála í þessu landi.