09.12.1980
Efri deild: 22. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1234 í B-deild Alþingistíðinda. (1156)

155. mál, ferðagjaldeyrir

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um álag á ferðagjaldeyri. Eins og kunnugt er hefur verið lagt 10% gjald á andvirði erlends gjaldeyris til greiðslu á dvalarkostnaði erlendis öðrum en viðurkenndum kostnaði nemenda og sjúklinga og áhafnagjaldeyri. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð.

Þetta frv. felur einungis í sér að sama gjald og verið hefur nú um tveggja ára skeið er framlengt. Ég vil leyfa mér að leggja til að að lokinni þessar umr. verði málinu vísað til hv. fjh.- og viðskn.