09.12.1980
Neðri deild: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1240 í B-deild Alþingistíðinda. (1176)

118. mál, Lífeyrissjóður barnakennara og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um sameiningu Lífeyrissjóðs barnakennara og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Frv. þetta er flutt sem stjórnarfrv. og hefur hlotið afgreiðslu Ed. og kemur nú til hv. Nd. Frv. er samið í beinu framhaldi af gerð aðalkjarasamninga á s.l. sumri. Eins og kunnugt er var undirritaður aðalkjarasamningur milli starfsmanna ríkisins í BSRB og ríkissjóðs í ágústmánuði s.l. Þessi samningur var síðan samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna BSRB.

Samkvæmt samkomulagi því, sem ríkisstj. gerði við BSRB og BHM um fétagsleg réttindamál, skyldi gefa út brbl. um nokkur atriði, þ.e. um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og um breytingu á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og kjarasamninga BSRB. Í samkomulaginu við BSRB voru ákvæði þess efnis, að samræma skyldi lög Lífeyrissjóðs barnakennara og Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, þannig að þær breytingar á lífeyrisrétti starfsmanna ríkisins, sem samið hafði verið um og komið höfðu til framkvæmda við útgáfu brbl. nr. 67/1980, næðu einnig til hjúkrunarkvenna og barnakennara í þjónustu ríkisins. Þetta samræmingarstarf hefur nú verið unnið. Frá því er nánar greint í grg. frv., og lagafrv. þetta er ávöxtur af þessu samræmingarstarfi.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta frv., en vísa til frekari útskýringa í grg. frv. og aths. við það. Ég vil leyfa mér að leggja til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til hv. fjh.- og viðskn.